Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir sem hyggjast mæta eru vin­samlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspeki­kennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Vísindavefurinn leitar samstarfs

Félagi heimspekikennara barst bréf frá Henry Alexander Henryssyni sem starfar í haust sem gestafræðimaður hjá Vísindavef Háskóla Íslands. Henry Alexander hefur áhuga á að stækka heimspekihluta Vísindavefsins og kallar eftir samstarfi við heimspekikennara við þá uppbyggingu. Í bréfi sem við birtum hér að neðan biður hann kennara sem hafa nýtt Vísindavefinn í kennslu eða hafa áhuga á að gera það að koma til samstarfs um uppbyggingu á spurningum og svörum um heimspekileg efni. Einnig óskar hann eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að nýta Vísindavefinn í kennslu. Heimspekitorgið veit til þess að heimspekikennarar hafa nýtt efni á Vísindavefnum með nemendum og við hvetjum viðkomandi til að setja sig í samband við Henry. Continue reading Vísindavefurinn leitar samstarfs

Málþing um barnaheimspeki – auglýst eftir erindum

Félag heimspekikennara hefur í samvinnu við verkefni um eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum hafið undirbúning að málþingi um barnaheim­speki sem haldið verður laugardaginn 13. október nk. í Verzlunarskóla Íslands. Á málþinginu munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Stjórn Félags heimspekikennara tekur nú við tillögum að örfyrirlestrum sem fluttir verða á málþinginu. Hugmyndir og lýsingar á erindum má senda stjórn félagsins.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki — auglýst eftir erindum

Athugasemdir til Mennta- og menningarmálaráðuneytis

Námskrárhópur Félags heimspekikennara hefur sent athugasemdir varðandi námsgreinahluta nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Bréf hópsins er skýrt og greinargott og þar eru gerðar tvær megin athugasemdir: 1) Að samræmi sé gætt í ólíkum hlutum námskrárinnar við notkun á hugtökunum heimspeki og siðfræði, 2) að hugtakið samræða sé betur skilgreint í námskránni. Félagið þakkar námskrárhópnum vel unnin störf og vonast til að ráðuneytið bregðist við athugasemdunum eins og kallað er eftir.

Continue reading Athugasemdir til Mennta- og menningarmálaráðuneytis

Þakkir til fráfarandi formanns

Ný stjórn félags heimspekikennara fór í heimsókn til Ármanns Halldórssonar, fráfarandi formanns, í kjölfar aðalfundar félagsins í júní. Ármanni voru færðar gjafir sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ármann hefur verið formaður félags heimspekikennara síðan starfsemi þess var endurreist sumarið 2009. Hann á mestan heiður að því að endurvekja starfsemi félagsins og halda henni gangandi síðustu ár. Auk þess að kenna heimspeki og semja námsefni í faginu hefur hann af mikilli atorku sameinað fjölda heimspekikennara og byggt upp öflugt félagsstarf. Ármann hefur haft veg og vanda að fjölbreyttri dagskrá félagsins og stjórnað faglegri ráðgjöf félagsins til opinberra aðila. Félagsmenn þakka Ármanni vel unnin störf og á myndinni hér til hliðar má sjá Kristian Guttesen og Ingimar Waage afhenda Ármanni gjöfina frá félaginu. Continue reading Þakkir til fráfarandi formanns

Umræðuhópur um Aðalnámskrá

Félag heimspekikennara hefur ákveðið að stofna rýnihóp til að koma á framfæri athugasemdum við drög að nýrri Aðalnámskrá grunnskóla sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt. Umsjónarmenn rýnihópsins eru Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Waage og Sigurlaug Hreinsdóttir og hefur hópurinn ákveðið að bera nokkrar spurningar til allra áhugasamra. Umræða fer fram á Facebook þar sem hægt er að skrá sig í hópinn. Continue reading Umræðuhópur um Aðalnámskrá

Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Kæru félagar,

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafa verið birt drög að
námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla.
Ég hvet félagsmenn til að kynna sér þau, og legg til að markvisst verði
efnt til umræðu um þau á fundum félagsins í sumar. Continue reading Ný Aðalnámskrá til umsagnar