Aðalfundur Félags heimspekikennara fer fram í húsnæði Verzlunarskóla Íslands, fimmtudaginn 3. júní, kl. 17.
Hefðbundin aðalfundarstörf fela í sér kosningu stjórnar og er hér með auglýst eftir framboðum í stjórn Félags heimspekikennara.
Jóhann Björnsson: „Heimspekikennslan, aðalnámskráin og fjölmenningin“
Jóhann Björnsson heimspekikennari við Réttarholtsskóla og doktorsnemi við Menntavísindasvið ræðir hvernig hæfniþættir aðalnámskrár grunnskóla styðja við heimspekikennslu í grunnskólum. Auk þess gerir hann grein fyrir bók um heimspeki og fjölmenningu sem út kom árið 2012 í tilefni af því að nú er hún aðgengileg í Verkefnabanka Félags heimspekikennara.
Hér má nálgast viðburðinn á Facebook: Aðalfundur Félags heimspekikennara og Jóhann Björnsson