- Félagið heitir: Félag heimspekikennara.
- Félagar geta orðið starfandi heimspekikennarar og –leiðbeinendur og kennarar sem beita aðferðum í anda heimspekinnar í kennslu sinni. Félagsstjórn samþykkir nýja félaga en aðalfundur sker úr vafaatriðum.
- Stjórn félagsins er skipuð að minnsta kosti þremur mönnum og kosin á aðalfundi félagsins. Formaður er kosinn sérstakri kosningu og situr til tveggja ára í senn. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn og skipta með sér hlutverkum ritara og gjaldkera. Ef fleiri en þrír sitja í stjórninni bætast við hlutverk meðstjórnenda. Enginn skal sitja lengur en fjögur ár samfellt í stjórn.
- Aðalfundur skal haldinn fyrir 30. júní ár hvert. Þá skal kosin stjórn og tveir endurskoðendur, lagðir fram reikningar og félagsgjöld ákveðin. Lagabreytingar má aðeins gera á aðalfundi og ræður einfaldur meirihluti. Tillögur að breytingum á lögum félagsins skulu fylgja aðalfundarboði. Kjörgengi og kosningarétt hafa aðeins skuldlausir félagar. Aðalfund skal boða bréflega með minnst 10 daga fyrirvara og telst hann þá löglegur.
- Tilgangur félagsins er:
- Að efla samstarf heimspekikennara í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum og þeim sem starfa við æskulýðsstarf á öðrum vettvangi, m.a. með því að vera vettvangur fyrir skoðanaskipti um heimspekikennslu.
- Að vinna að eflingu heimspekikennslu hérlendis með því að vera ráðgefandi aðili gagnvart fræðslu- og skólayfirvöldum um tilhögun heimspekikennslu í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.
- Að hafa forgöngu um endurmenntunarnámskeið og aðra fræðslustarfsemi eftir því sem við á.
- Að vera þátttakandi í umræðu um skólaþróun og beita sér fyrir auknum þætti heimspekilegra viðhorfa í því samhengi.
—