Framboð á námsefni til heimspekikennslu og samræðukennslu hefur aukist jafnt og þétt síðan um aldamót. Heimspekitorgið vísar á vef Heimspekistofnunar Háskóla Íslands sem uppfærir reglulega yfirlit um kennsluefni á íslensku auk þess sem þar er að finna ýmsar greinar um heimspekikennslu og tengd efni. Til viðbótar við það námsefni sem Félag heimspekikennara er bakhjarl að (Verkefnabankinn og Heimspeki og Kvikmyndir) nefnum við hér mest nýtta efnið:
Leikskólar
Það er ekki mikið til af útgefnu námsefni á íslensku fyrir heimspekikennslu í leikskólum. En heimspekikennsla hefur um árabil blómstrað í nokkrum íslenskum leikskólum og hafa leikskólakennarar í þessum skólum safnað reynslu og gagnabanka sem getur nýst fleiri kennurum. Leikskólakennarar hafa verið sérstaklega duglegir við að nýta góðar barnabækur sem kveikju að heimspekilegri samræðu og verkefnavinnu. Heimspekitorgið vill sérstaklega benda á þróunarverkefni sem unnin hafa verið í leikskólunum Lundarseli á Akureyri (heimspeki og barnabækur), Vallarseli á Akranesi (heimspeki og tónlist) og Foldaborg í Reykjavík (heimspeki með nemendum og starfsfólki leikskólans).
Sigurður Björnsson. (1997). Bullukolla: heimspeki með börnum: saga, leiðbeiningar. Reykjavík: [höf.].
- Námsefni fyrir leikskóla. Skemmtileg saga sem er stútfull af heimspekilegum spurningum.
Grunnskólar
Námsefni sem hentar til kennslu á öllum skólastigum hefur verið gefið út af ýmsum aðilum á Íslandi. Hér er listi yfir námsefni sem hentar í grunnskólum. Nánari upplýsingar um efnið má nálgast á Gegni eða hjá útgefendum.
Björk Þorgeirsdóttir, Jóhann Björnsson og Þórður Kristinsson. (2011). Það er auðveldara að kljúfa atóm heldur en fordóma. Námsefni í fjölmenningarfærni handa efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum.
Brauer, L. o.fl. (2002). Leið þín um lífið. Siðfræði fyrir ungt fólk. Íslensk þýðing Stefán Jónsson. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
- Námsefni fyrir unglingastig. Í bókinni er safn mynda og texta sem kveikja samræðu um ýmsar heimspekilegar spurningar. Efni bókarinnar er fjölbreytt og hægt að nýta í ýmiss konar verkefnavinnu. Bókin er líka til á hljóðbók og nánari upplýsingar um efnið má finná á vef Námsgagnastofnunar. Þar má líka finna vinnubókarblöð sem fylgja bókinni.
Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar Ólafsson Waage. (2015). Hvað heldur þú? Um gagnrýna hugsun. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
- Námsefni fyrir unglingastig. Kennsluleiðbeiningar fylgja.
Geir Sveinsson. (án árs). Heimspekingar fyrr og nú. http://www.skolavefurinn.is/_opid/_valmynd/ymislegt/heimspeki/index.htm, sótt á vefinn í apríl 2012.
Guðrún Eva Mínervudóttir. (2001). Valur, heimspekilegar smásögur. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Hreinn Pálsson. (2002). Valur, heimspekilegar smásögur, kennarakver. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
- Námsefni fyrir miðstig, lífsleikni. Valur er safn tólf smásagna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Sögurnar eiga að vera kveikja að umræðum um siðferðileg og heimspekileg málefni. Í kennarkveri eru æfingar og verkefni með hverri sögu sem byggja á aðferðum heimspekilegrar samræðu og barnaheimspeki Matthew Lipman. Að auki er í kverinu kennslufræðileg umfjöllun um þessar aðferðir. Nánari upplýsingar um efnið má finna á heimasíðu Námsgagnastofnunar.
Jóhann Björnsson og Björn Jóhannsson. (2012). Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki. Reykjavík: höf.
- “Bókin fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldrei, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar? Bókina má nota á ýmsan hátt. Hún getur gagnast í kennslu með nemendum á ýmsum aldri og fullorðnum. Hana má einnig nota sér til ánægju í heimahúsum eða í sumarbústaðnum í góðra vina hópi þar sem áhugi er á að ræða og pæla saman. Heimspeki er jú nefnilega líka tómstundagaman.” (Texti af Sísýfos heimspekismiðju, sóttur 13. september 2012)
Jóhann Björnsson. (2014). 68 æfingar í heimspeki. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Jóhann Björnsson. (2014). Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, hefur þá óskin ræst? … og fleiri heimspekilegar pælingar handa hverjum sem er. Reykjavík: Sísyfos heimspekismiðja.
Jóhann Björnsson. (2015). Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki. Reykjavík: Sísyfos heimspekismiðja.
Lipman, M. (1995). Álfdís. Íslensk þýðing Hreinn Pálsson. Reykjavík: Heimspekiskólinn.
Lipman, M. og Gazzard, A. (1994). Hugtakatengsl: kennsluleiðbeiningar með Álfdísi. Íslensk þýðing Hreinn Pálsson. Reykjavík: Heimspekiskólinn.
- Námsefni fyrir yngsta stig grunnskólans. Álfdís er saga sem fjallar um stúlku sem veltir fyrir sér tungumálinu, veröldinni og tengslum milli allra mögulegra hluta. Námsefninu fylgja kennsluleiðbeiningar sem Hreinn Pálsson hefur líka þýtt.
Lipman, M. (1989). Ása. Íslensk þýðing Hreinn Pálsson. Reykjavík: Heimspekiskólinn.
Lipman, M. og Sharp, A.M. (1993). Mál og hugsun: kennsluleiðbeiningar með Ásu. Íslensk þýðing Hreinn Pálsson. Reykjavík: Heimspekiskólinn.
- Námsefni fyrir yngsta stig grunnskólans. Ása er saga sem fjallar um kraftmikla og skapandi stúlku sem veltir fyrir sér veröldinni, stöðu sinni í henni og tengslum tungumálsins við veruleikann. Námsefninu fylgja kennsluleiðbeiningar sem Hreinn Pálsson hefur líka þýtt.
Lipman, M. (1994). Kalli og Gústa: tengsl manns og náttúru. Íslensk þýðing Hreinn Pálsson. Reykjavík: Heimspekiskólinn.
- Námsefni fyrir miðstig grunnskólans. Kalli og Gústa er saga sem fjallar um hvernig tvö börn, annað blint og hitt sjáandi, upplifa umhverfi sitt og velta því fyrir sér.
Lipman, M. (1991). Uppgötvun Ara. Íslensk þýðing Hreinn Pálsson. Reykjavík: Heimspekiskólinn.
Lipman, M., Sharp, A.M. & Oscanyan, F.S. (1991). Heimspekiæfingar, kennsluleiðbeiningar með Uppgötvun Ara. Íslensk þýðing Hreinn Pálsson. Reykjavík: Heimspekiskólinn.
- Námsefni fyrir miðstig grunnskólans. Uppgötvun Ara er saga sem fjallar um bekkjarfélaga sem velta fyrir sér hugsuninni, reglum rökfræðinnar og ýmsum heimspekilegum spurningum. Námsefninu fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar sem Hreinn Pálsson hefur líka þýtt.
Lipman, M. (1993). Lísa. Íslensk þýðing Hreinn Pálsson. Reykjavík: Heimspekiskólinn.
Lipman, M. & Sharp, A.M. (1993). Siðfræðiæfingar, kennsluleiðbeiningar með Lísu. Íslensk þýðing Hreinn Pálsson. Reykjavík: Heimspekiskólinn.
- Námsefni fyrir unglingastig grunnskólans. Lísa er saga sem fjallar um unglinga sem velta fyrir sér siðferðilegum álitamálum. Námsefninu fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar sem Hreinn Pálsson hefur líka þýtt.
Ragnar Þór Pétursson. Hugsuðir – Skapandi íslenskunám.
- Námsefni ætlað til íslenskukennslu í 8. – 10. bekk. Vefurinn er saminn af Ragnari Þór Péturssyni, heimspekingi og kennara við Norðlingaholtsskóla. Áhersla er lögð á skapandi hliðar námsins og gagnrýna hugsun og textar sem unnið er út frá eru oft ættaðir frá heimspekingum eða hafa skýra tilvísun í heimspekilegar spurningar og hugmyndir.
Ragnar Þór Pétursson – Rafbækur um þekkingu, vísindi, náttúru og ýmislegt fleira.
- Ragnar Þór er kennari við Norðlingaskóla í Reykjavík og atorkumikill í innleiðingu á notkun ipad í skolastarfi. Hann hefur gefið út rafbækur um ýmis málefni og þær eru öllum aðgengilegar.
Sigurður Björnsson. (2010). Hugrún, sögur og samræðuæfingar. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
- Námsefni fyrir yngsta stig grunnskólans. Skemmtilegir textar um margvíslegar heimspekilegar spurningar og verkefni sem þjálfa gagnrýna hugsun, lestur og ritun. Vinnubók fylgir Hugrúnu og nánari upplýsingar um efnið má finna á heimasíðu Námsgagnastofnunar.
Sigurður Björnsson og Matthías Viðar Sæmundsson. (2000). Hugsi, um röklist og lífsleikni. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
- Námsefni fyrir unglingastig, ætlað til kennslu í lífsleikni og íslensku. Í nemendabókinni er safn texta af ýmsu tagi sem fjalla um dygðir og lesti í fari manneskjunnar. Mörg dæmi eru tekin um hvernig fjallað er um dygðir í orðtökum og málsháttum. Í kennsluleiðbeiningunum er hagnýt ráðgjöf um hvernig á að stjórna heimspekilegri samræðu. Nánari upplýsingar um efnið má finna á heimasíðu Námsgagnastofnunar.
Framhaldsskólar
Ármann Halldórsson og Róbert Jack. (2008). Heimspeki fyrir þig. Reykjavík: Mál og menning.
- Kennsluefni sem hentar til að kveikja samræðu og vekja áhuga nemenda á heimspekilegum spurningum. Fjallar m.a. um rökfræði, þekkingu og vísindi, list og samfélag.
- Bókin er mjög hentug til að kenna inngang að siðfræði og hefur mikið verið notuð í framhaldsskólum á Íslandi.
—