HVAR: á Torginu í Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík
HVENÆR: sunnudaginn 12. janúar, kl. 14-16
„Hvað megnar samkennd í nútímalífi?“
Gestir verða beðnir um að rifja upp atvik þar sem samkennd kemur við sögu.
Spurningin kom upp í síðasta heimspekikaffihúsi þegar rætt var um hvað heldur samfélagi saman.
Í eftirfarandi tengli er hægt að merkja sig við viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1149331643509606
Um árabil starfrækti heimspekingurinn og kennarinn Skúli Pálsson heimspekikaffihús í Reykjavík. Nú hefur þráðurinn aftur verið tekinn upp og er ráðgert að hittast á Torginu í Borgarbókasafninu Grófinni.
Ætlað er að hittast annan sunnudag hvers mánaðar.