Aðalfundur 2019-2020

Aðalfundur miðvikudaginn 29. janúar, kl. 18:30

Aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn 29. janúar, 2020, kl. 18.30-20.00 í Græna salnum, Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1 í Reykjavík.

Dagskrá hefst með erindi Ólafs Stefánssonar. Eftir kaffihlé verður síðan aðalfundur haldinn með hefðbundinni dagskrá.

Dagskrá fundarins:

18:30 Heimskingi.
Ólafur Stefánsson sögumaður og heimspekingur götunnar miðlar af reynslu og innsýn.

19.00 Kaffi

19.15 Aðalfundur
           Skýrsla stjórnar
           Reikningar félagsins
           Kosningar
           Önnur mál

Framboð í stjórn og ósk um önnur mál verða að hafa borist stjórn Félags heimspekikennara fyrir fundinn. Framboð berist í netfangið heimspekikennarar@gmail.com

Hér má nálgast Facebook-síðu viðburðarins, þar sem hægt er að staðfesta mætingu.