Þeir sem rétt eiga á aðild í Félagi heimspekikennara eru starfandi heimspekikennarar og leiðbeinendur í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum svo og þeir sem hafa kennsluréttindi í heimspeki. Stjórn félagsins samþykkir nýja félaga en aðalfundur sker úr um vafaatriði.
Til að gerast félagi skaltu senda tölvupóst til félagsins. Nauðsynlegt er að skrifa kennitölu í póstinum. Gott er að taka fram hvers vegna þú hefur áhuga á aðild og hvort og hvar þú ert að kenna heimspeki.
Einnig má senda almennar fyrirspurnir á netfang Félags heimspekikennara.
—