Guðrún Hólmgeirsdóttir heimspekikennari við Menntaskólann í Hamrahlíð hefur safnað heimspekilegum spurningum nemenda sinna og hér má lesa úrval þeirra:
Að hversu miklu marki mótast persónuleiki manns af umhverfinu annars vegar og erfðum hins vegar?
Af hverju bregðumst við við með hlátri þegar heyrum eða sjáum eitthvað fyndið?
Af hverju eltum við þann sem leitar sannleika, en efumst um þann sem segist hafa hann?
Af hverju er ég ég?
Af hverju er smekkur fólks mismunandi?
Af hverju hegða ég mér á ákveðinn hátt?
Af hverju horfir maður í spegil?
Af hverju lendir gott fólk í slæmum hlutum?
—
Af hverju stafa fordómar?
Af hverju er eitthvað frekar en ekkert?
Af hverju er fjólugulur ekki til?
Af hverju er til illska?
Af hverju yrkja menn ástarljóð?
Af hverju þarf ég að lúta reglum samfélagsins þegar stjórnvaldið er spillt og ófullkomið?
Á þröngsýnt fólk auðveldara með að höndla hamingjuna?
Breytir maðurinn ávallt með eigin hagsmuni í huga?
Ef einn segir öðrum ósannindi án þess að vita af því er hann þá að ljúga?
Ef enginn man eftir mér, var ég þá nokkurn tímann til?
Ef maður lítur á vekjaraklukku og hún vísar á 9:00 og lítur undan og síðan aftur á hana, hvernig veit maður þá með fullri vissu að klukkan hafi ekki snúist heilan hring?
Ef mjólk er sett í ísskáp og honum lokað þannig að litla ljósaperan slokkni, er mjólkin þá ennþá hvít?
Er eitthvað til sem er tilviljun?
Ef tíminn myndi líða tíu sinnum hraðar, gætum við vitað það? Myndum við hugsa tíu sinnum hraðar?
Er bragð af vatni?
Er ég sama manneskjan og í gær?
Er ég til?
Er gleði háð sorg eða er sorg háð gleði?
Er gott eða slæmt að vera forvitinn?
Er grasið í raun og veru grænt?
Er Guð til?
Er heimurinn óendanlegur?
Er heimurinn sem við búum í raunverulegi heimurinn en ekki draumur?
Er hægt að brjótast út úr norminu?
Er hægt að gera kössóttan hring?
Er hægt að komast að hlutlægum sannleika?
Er hægt að réttlæta almenn siðaboð?
Er hægt að réttlæta stríð?
Er illskan fráhvarf frá góðmennskunni eða er góðmennskan fráhvarf frá illskunni?
Er jörðin kringlótt eða flöt?
Er líf handan dauðans?
Er maðurinn það sem hann gerir eða hefur hann eðli?
Er maðurinn/ég til án viðurkenningar frá öðrum?
Er munur á því sem sýnist vera og því sem er í raun?
Er rétt að brjóta lög í góðum tilgangi?
Er sál mannsins endurfæðanleg?
Er til annar veruleiki handan efnisheimsins?
Er til eitthvað annað en það sem við sjáum og skynjum?
Er til frelsi án ábyrgðar?
Er til góður smekkur?
Er til hið fullkomna frelsi?
Er til siðferðilegur sannleikur?
Er tíminn endanlegur?
Er tíminn hugarfar?
Er vatnið blautt?
Er vilji okkar okkar eigin vilji eða vilji einhvers annars?
Er viljinn frjáls?
Er það sama gott fyrir alla menn?
Er þetta raunveruleikinn?
Eru barnseignir sjálfsagður réttur?
Eru galdrar kallaðir galdrar í Galdralandi
Eru mennirnir jafnir?
Eru tölur raunverulegar?
Gefa skynfærin okkur rétta mynd af veruleikanum?
Geta heimspekilegar spurningar breyst eftir tungumálum?
Getum við sagt fyrir um framtíðina með vissu?
Getum við vitað eitthvað með vissu?
Getur verið að ég sé leikbrúða annarra afla?
Hefur lífið merkingu?
Helgar tilgangurinn meðalið?
Heyrist hljóð í skógi þegar tré fellur ef enginn nemur það?
Hvað er að vera fannlegur?
Hvað er að vera?
Hvað er ást?
Hvað er átt við með löggengi náttúrunnar?
Hvað er fegurð?
Hvað er flótti frá raunveruleikanum?
Hvað er frelsi?
Hvað er fyrirmyndarsamfélag?
Hvað er gott og hvað er rétt?
Hvað er hamingja?
Hvað er hófsemi?
Hvað er jafnrétti?
Hvað er líf?
Hvað er meðvitund?
Hvað er mikilvægt?
Hvað er minning?
Hvað er orsök?
Hvað er persónuleiki?
Hvað er raunveruleiki?
Hvað er raunveruleikinn?
Hvað er rétt og rangt?
Hvað er réttlæti?
Hvað er sannleikur?
Hvað er sálin?
Hvað er tilviljun?
Hvað er tími?
Hvað er það sem gerir gjörð rétta eða ranga?
Hvað er þekking?
Hvað eru gildar ályktanir?
Hvað gerir okkur að Íslendingum?
Hvað gerist við nefið á Gosa þegar hann segir: „Nú stækkar nefið á mér!“
Hvað snýr niður og hvað snýr upp?
Hvað tekur við eftir dauðann?
Hvað þýðir réttlæti?
Hvaða samband er milli orða og heimsins?
Hvaðan koma hugmyndir?
Hvaðan koma mannréttindi?
Hvar endar heimurinn?
Hver er ég?
Hver er munur ástar og haturs?
Hver er tilgangur lífsins?
Hver eru lögmál heimsins?
Hvernig á að forgangsraða í heilbrigðiskerfinu?
Hvernig á að skipta gæðum lífsins?
Hvernig á að útkljá deilumál?
Hvernig er hægt að deila reynslu sinni?
Hvernig er hægt að réttlæta refsingar?
Hvernig er líf metið?
Hvernig líður Guði?
Hvernig orsakar eitt annað?
Hvernig útskýrirðu fyrir blindri manneskju hvað litur sé?
Hvernig varð heimurinn til?
Hvernig veit ég að ég er til?
Hvernig veit ég að ég veit?
Hvernig veit ég að veruleiki annarra hætti ekki þegar ég sé þá ekki lengur?
Hvernig væri heimurinn ef konur stjórnuðu honum?
Hvernig öðlumst við vissu?
Hvers vegna skiptir réttlætið máli?
Hversu stór er heimurinn?
Hvert er eðli raunveruleikans?
Hvert er eðli talna?
Hvert er gildi lífs?
Hvort er frelsi að geta gert það sem maður vill eða geta sleppt því að gera það sem maður vill??
Hvort kom á undan, hænan eða eggið?
Hvort mynduð þið vilja lifa í raunveruleikanum eða í hamingjusömum draumi? (Tölvuleikir)
Má fólk hegða sér eins og það vill án allrar hömlunar og skefja
Ótti annars gæti verið óskhyggja hins – eða hvað?
Ráðum við sjálf því sem við gerum?
Skiptir sannleikurinn máli?
Skynjar annað fólk heiminn á svipaðan hátt og ég?
Værum við betur komin af án ríkisvaldsins?
Ættum við öll að vera jöfn?