Um afnot af verkefnabanka Heimspekitorgsins
©
Allt efni á Heimspekitorginu er merkt „copyleft” í stað „copyright”. Copyleft er öfugt merki við Copyright. Hugtakið Copyleft á rætur sínar að rekja til forritunar á opnum kóða, þar sem hver sá sem notfærir sér kóða eftir annan skuldbindur sig til að gefa út sína eigin útfærslu (endurgjaldslaust) sem opinn kóða, þ.e.a.s. gerir nýja kóðann aðgengilegan fyrir aðra (á netinu). Öllum er frjálst að vitna í texta rafrænt, dreifa á netinu eða prenta til eigin nota, svo lengi sem tilvitnanirnar notist ekki í ábataskyni. Ef þú prentar, þá taka samningar Fjölís um endurgjald fyrir ljósritun tafarlaust gildi. Vitnir þú í verkefnið – og beitir sköpun -, þá skuldbindur þú þig til þess að gefa út eigin verk frjáls til tilvitnunar, samkvæmt skilmálum Copyleft. Vitnir þú í ákveðið verkefni, þá bætist meðfylgjandi texti við hið rafræna skjal:
- „Tilvitnun samkvæmt skilmálum Copyleft. Verkefni: Höfundur, Titill, Þýðing: Nafn þýðanda. Útgefandi: Heimspekitorg, vefsíða Félags heimspekikennara. Útgáfuár: árið sem við á. Notist ekki í ábataskyni og prentist aðeins út á pappír samkvæmt samningum Fjölís um endurgjald fyrir ljósritun úr vernduðum verkum. Tilvitnun eftir [nafn þess er vitnar í textann].“
Frekari upplýsingar um „copyleft” má nálgast í alfræðiritinu Wikipedia.
—