Minningarmálþing um Jón Thoroddsen, 2. nóvember 2024, í Veröld – húsi Vigdísar: Dagskrá

HVAR: í Veröld – hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík, Auðarsal (fyrirlestrarsal 023)

HVENÆR: laugardaginn 2. nóvember, kl. 10-15


Jón Thoroddsen var farsæll kennari sem stundaði heimspekilegar samræður með nemendum sínum í Grandaskóla og Laugalækjarskóla. Listir og menning voru oft tekin til skoðunar og honum var mikilvægt að leggja rækt við íslenska tungu því þannig „gætum við skilið og haldið áfram að rækta samfélagið við stórskáldin, lesið handritin og fornbókmenntirnar“. Jón skrifaði bókina Gagnrýni og gaman – Samræður og spurningalist sem kom út árið 2016 sem verður m.a. til umfjöllunar á málþinginu.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Kristian Guttesen er fundarstjóri.

Dagskrá

  • 10:00-10:30 Jóhann Björnsson: Heimspekilegar samræður, lífsskoðun og skólastarf – Um spurningalist við mótun skólastefnu, eins og Jón Thoroddsen reifar í lokakafla bókarinnar Gagnrýni og gaman – Samræður og spurningalist
  • 10:30-11:00 Skúli Pálsson: Heimspeki í praxis – Hvernig sér Jón hlutverk ímyndunaraflsins í heimspeki?
  • 11:00-11:30 Guðrún Hólmgeirsdóttir: Heimspeki í MH – Aðferðir og hugmyndafræði
  • 11:30-12:00 Arnar Elísson: Kvikmyndin Ex Machina og persónuhugtakið

Stutt hlé 12-12:30

  • 12:30-13:00 Ólafur Páll Jónsson: Gagnrýni og gaman – Samræður og spurningalist tekin til skoðunar
  • 13:00-13:30 Atli Harðarson: Dæmisögur af Nasreddin, þjóðsagnapersóna frá múslimaheiminum á 13. öld
  • 13:30-14:00 Elsa Haraldsdóttir: „Heimspekikennarinn“ – Viðhorf heimspekikennarans og hugmyndin um sjálfið
  • 14:00-14:30 Jón Ásgeir Kalmansson: Leikurinn sem þroskahugsjón
  • 14:30-15:00 Orðið er laust

Verið hjartanlega velkomin!

Sjá nánar: https://fb.me/e/alfqMEOyC

Félag heimspekikennara & Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Málþing helgað Jóni Thoroddsen

Sæl veriði,

Kl. 10-15 á laugardag, 2. nóvember, eru allir velkomnir í Veröld – hús Vigdísar á málþing sem Félag heimspekikennara og Menntavísindasvið HÍ standa að. Jón var góður félagi og virkur í starfi félags heimspekikennara. Blessuð sé minning hans.

-Guðmundur Arnar, formaður félags heimspekikennara

Samræður og spurningalist – minningarmálþing um Jón Thoroddsen: Kallað eftir erindum

Hvar: í Veröld – hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík, Auðarsal (fyrirlestrarsal 023)

Hvenær: 2.11.2024 – 10:00-15-00

Kallað eftir erindum


Þann 2. nóvember 2024 standa Félag heimspekikennara og Deild faggreinakennslu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands að minningarmálþingi um heimspekinginn og myndlistarkennarann Jón Thoroddsen (1957-2024).

Efnistök eru frjáls en erindi mega gjarnan vera í anda Jóns eða um verk hans.

Hér með er kallað eftir erindum fyrir málþingið og skulu ágrip berast eigi síðar en 30. september 2024, í netfangið heimspekikennarar@gmail.com

Hátíð hagnýtrar heimspeki

Hvar: Þingeyri

Hvenær: 9.-10. ágúast 2024

9. og 10. ágúst fer fram hátíð hagnýtrar heimspeki á Þingeyri.

Salvör Nordal, Ketill Berg Magnússon og Øyvind Kvalnes eru skipuleggjendur hátíðarinnar.

Ketill:

„Við vonumst til að fá fólk með mismunandi bakgrunn til að velta fyrir sér hvað það er sem tengir fólks sem mynda hóp eða samfélag. Við munum skipuleggja röð samræðufunda, byggða á gömlum aðferðum heimspekinnar, til að kalla fram ólíkar skoðanir og mynda sameiginlegan skilning og hugleiðingar um samskipti og tengsl fólks.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni: https://skelinphilosophy.com/ 

Vinsamlegast skráðu þig ef þú hefur áhuga. Þátttaka í samræðunum, sem fara fram á ensku, kostar ekkert og bjóðum við upp á sjávarréttarveisla á föstudaginn 9. ágúst á kostnaðarverði.“

Sjá nánar: https://skelinphilosophy.com/programme-1

Heimspekiæfing á Kaffi Læk

Hvar: Kaffi Lækur

Hvenær: 11. mars 2024, kl. 20

Kristian Guttesen mun leiða heimspekiæfingu á Kaffi Læk.

Heimspekiæfingar eru haldnar einu sinni í mánuði hjá félagi heimspekikennara í þeim tilgangi að efla færni okkar í heimspekilegum samræðum, deila ráðum og reynslu, og hvetja hvert annað áfram.

Í þetta skiptið verðum við á Kaffi Læk þar sem veigar og veitingar eru á boðstólum.

Verið velkomin!

Sjá nánar: https://facebook.com/events/s/heimspeki%C3%A6fing-a-kaffi-l%C3%A6k/1105086614136208/

Efling hugsunar í menntun


Hvar: Listaháskólinn Laugarnesi 91, 105 Reykjavík, Stofu L210

Hvenær: 16.11.2023 – 15:00-19:00
17.11.2023 – 15:00-19:00
18.11.2023 – 9:00-13:00 & hádegismatur í Hannesarholti


Félag heimspekikennara býður Isabelle til landsins annað árið í röð. Isabelle og Oscar reka alþjóðlega stofnun heimspekiiðkunar í Frakkland og bjóða upp á fjölbreytt námskeið, á netinu og á staðnum. Þau tala fyrir því að heimspekina geti allir iðkað og nýtt sér í hversdagslegum aðstæðum lífsins.

Um námskeiðið

  • Ólíkar æfingar sem stuðla að eflingu hugsunar
  • Hugsunarferli sem stuðlar að samræðum
  • Unnið með viðhorf og skoðanir okkar
  • Að treysta á skynsemina

Nokkur orð frá Isabelle

Að hugsa er að vera berskjaldaður fyrir gagnrýni, að setja spurningamerki við viðtekin sannindi og fordóma, okkar eigin og annarra, það sem okkur er sagt, það sem við lesum, hvort sem það er frá okkar nánustu, óvinum okkar, stjórnmálamönnum eða fjölmiðlum.

Hugsun á sér stað þegar manneskja heyrir og nær utan um það sem henni er sagt. Hún getur samþykkt það sem sagt er, jafnvel þó að hún sé því ósammála, sé það á rökum reist.

Manneskja sem hugsar sér annmarka eigin hugsunar með því að beita meginreglum  rökfræðinnar. Hugsandi manneskja kemur með „pirrandi“ mótbárur gagnvart sjálfri sér og öðrum. Hugsun felst í að hlusta og þá þarf að hafa hemil á tilfinningum sínum, að treysta á skynsemina, sem allir ættu að hafa aðgang að, og að horfa ekki á hina sem ógn eða keppinauta.

Á þessu námskeiði mun ég bjóða upp á ólíkar æfingar þar sem þátttakendur fá að taka þátt í hugsunarferli sem stuðlar að samræðum. Þið fáið tækifæri til velta fyrir ykkur hugsun þeirra sem þið ræðið við og gera ykkur grein fyrir að orðanotkun ykkar hefur þýðingu fyrir ykkur sjálf og aðra. Hugsunarferlið felur í sér að vinna í viðmóti ykkar og að efla hugsunarfærni. Fyrst og fremst er um áskorun að ræða, að fara út fyrir daglegar venjur, þar sem þú þarft að taka áhættu og þora að fara á ókunnar slóðir.

Reynsla Isabelle

Isabelle hefur kennt heimspeki í þrjátíu löndum síðastliðin tuttugu ár.

Hún vinnur að framgangi heimspekiiðkunar í menntun barna og ungmenna.

Námskeið hennar í Reykjavík í fyrra vakt hrifningu og áhuga.

Frekari upplýsingar

Opið öllum áhugasömum kennurum.

Verð: 15.000 kr.

Greiðist fyrirfram. Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku.


Greiðið gjaldið inn á reikning Félags heimspekikennara:
140-26-000584
kt. 671296-3549

og sendið póst á heimspekikennarar@gmail.com


Information in English
Isabelle MILLON is a philosopher-practitioner specialized in philosophy for children and education, director of the Institute of Philosophical Practices (Paris, France) that she co-founded, researcher and author of books for teenagers and adults. For more than twenty years, Isabelle has been working in France and in many countries on the development of critical thinking as philosophical practice, holding workshops and seminars all over the world, focusing more on pedagogical projects in schools with teachers and learners, training of groups to critical thinking, mainly people involved in educational, social, political and cultural domains.

Some Words from Isabelle
Thinking is to expose oneself to refutation, it’s questioning certitudes, prejudices, ours and others, what we are being told, what we read, whether it’s from our loved ones, our enemies, politicians or media; it’s the ability to hear, to seize, to understand what the other says, to accept it even if we disagree to the extent that it sounds reasonable; it’s the capacity to problematize thinking from itself with the use of the principles of logic, to raise “annoying” objections to oneself or to others. It implies to listen by putting aside our emotions, to trust in the capacity of reason that is supposed to be shared by everyone, and to not consider the other as a threat or a competitor.

During this seminar, through different exercises, I will invite participants to engage in a thinking process that will allow them to engage in a dialogue where they will learn to confront themselves to others’ thoughts and realize that their own speech has meaning not only for them, but also for the others. Thinking process that implies both a work on attitudes and on competencies, and which is before all a challenge, out of routine and habits, where you need to take some risks and dare to go to the unknown.

Aðalfundur og heimspekiæfing

Hvar: Listaháskólinn Laugarnesi 91, 105 Reykjavík, Stofu L210

Hvenær: 16.10.2023 – 19:30-21:00

Að færa rök fyrir máli sínu

Á mánudag, 16. október, kl. 19:30-21, verður árlegur aðalfundur Félags heimspekikennara í Listaháskólanum í Laugarnesi. Gengið er inn vestan megin, seinni inngangur, eftir að hafa keyrt niður rampinn.

Stjórn verður ráðin til starfa og lagt á ráðin um næstu skref.

Einnig verður heimspekiæfing. Formaður félagsins, Guðmundur Arnar, segir dæmisögu af meistara og lærisveini, þátttakendur svara spurningum og svo verða umræður um svörin. Markmiðið með æfingunni er að þátttakendur efli færni sína í að færa rök fyrir máli sínu með því að vísa í textann sem unnið er með, að þátttakendur tjái hugmyndir sínar á skýran og einfaldan hátt og séu opnir fyrir hugmyndum annarra.

Umræðustjórnandi:
Guðmundur Arnar Sigurðsson, heimspekikennari

Sjá nánar: https://www.facebook.com/events/653865203479414

Hlökkum til að sjá ykkur!

Heimspekiæfing um blekkingu í leik og starfi

Hvar: Listaháskólinn Laugarnesi 91, 105 Reykjavík, Stofu L210

Hvenær: 18.09.2023 – 19:30-21:00

Að koma auga á ólíkar leiðir til að blekkja

Á mánudag, 18. september 2023, tökum við upp þráðinn og höldum heimspekiæfingum áfram í húsakynnum Listaháskólans í Laugarnesi. Gengið er inn vestan megin, seinni inngangur, eftir að hafa keyrt niður rampinn.

Heimspekiæfingin að þessu sinni kallast Blekking í leik og starfi þar sem við veltum fyrir okkur nokkrum textum og túlkum þá. Markmiðið með æfingunni er að koma auga á ólíkar leiðir til að blekkja.

Umræðustjórnandi: Guðmundur Arnar Sigurðsson, heimspekikennari

Sjá nánar: https://www.facebook.com/events/1030922198265314

VELFERÐ / WELL BEING: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON

Farsæld sem markmið menntunar

Hvar: Listaháskólinn Laugarnesi, fyrirlestrarsalur L193

Hvenær: 17.01.2023 – 17:00

VELFERРer opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2021-2022

Fyrirlestrarröðin fer fram í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91
Fjórði fyrirlestur í röðinni er þriðjudaginn 17. janúar kl. 17-18. 

Fyrirlesari: Kristján Kristjánsson, prófessor, Háskólinn í Birmingham

Farsæld sem markmið menntunar

Fyrirlesturinn gefur yfirlit um nýjustu kenningar um faræld sem almennt markmið menntunar. Útskýrðar eru ólíkar kenningar um þetta efni, hvar þær skarast og hvar þær stangast á, og rætt er um margs konar vandamál, fræðileg og hagnýt, sem enn vofa yfir þessum kenningum þó að þær séu á margan hátt spennandi og álitlegar.

Kristján Kristjánsson er prófessor í dygðasiðfræði og mannkostamenntun við Jubilee Centre for Character and Virtues við Háskólann í Birmingham, Bretlandi. Hann er mjög mikilvirkur fræðimaður á þessum sviðum og hefur gefið út fjölda bóka á ensku en einnig á íslensku. Hann er jafnframt ritstjóri tímaritsins Journal of Moral Education.

Aðalfundur, 19. nóv 2022

Aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 19. nóvember 2022, kl. 13, og fer fram í húsnæði Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91.

Núverandi stjórn lætur af störfum og er áframhaldandi starfsemi félagsins háð því að einhver taki við keflinu.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla formanns
  3. Ársreikningur
  4. Kosningar
  5. Önnur mál