UA-33608878-1

Print this Page

Námsefni

Félag heimspekikennara hefur verið bakhjarl við gerð námsefnis til heimspekikennslu. Félagið hefur lagt áherslu á þróun námsefnis sem hægt er að dreifa og nýta rafrænt.

Styrktaraðilar

Bæði Verkefnabanki Heimspekitorgsins og Heimspeki og kvikmyndir voru unnin með styrk frá Þróunarsjóði námsgagna hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/verkefnabanki/

Verkefnabanki Heimspekitorgsins

Verkefnabanki heimspekitorgsins er vefur sem geymir safn verkefna og kennsluáætlana fyrir nemendur frá leikskóla og upp á fullorðinsaldur. Ritstjórn vefsins er skipuð Brynhildi Sigurðardóttur, Ingimar Ó. Waage, Jóhönnu Guðrúnu Ólafsdóttur og Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur. Á vefnum er hægt að leita að efni fyrir tiltekinn aldur eða eftir viðfangsefnum. Áhersla er lögð á að birta verkefni sem …

View page »

Heimspeki og kvikmyndir

Heimspeki og kvikmyndir er kennslubók eftir Arnar Elísson til nota í heimspeki á framhaldsskólastigi . Áfanginn sem hún er lesin í hefur verið kenndur í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ síðastliðin þrjú ár og notar kvikmyndir sem kveikjur og kennsluefni til þess að fjalla um heimspekileg viðfangsefni, siðfræðileg álitamál, fagurfræðileg þemu og gagnrýna hugsun. Kennslufræði áfangans felur í sér …

View page »

Annað námsefni

3Framboð á námsefni til heimspekikennslu og samræðukennslu hefur aukist jafnt og þétt síðan um aldamót. Heimspekitorgið vísar á vef Heimspekistofnunar Háskóla Íslands sem uppfærir reglulega yfirlit um kennsluefni á íslensku auk þess sem þar er að finna ýmsar greinar um heimspekikennslu og tengd efni. Til viðbótar við það námsefni sem Félag heimspekikennara er bakhjarl að …

View page »

Safn heimspekilegra spurninga

Í bók Jostein Gaarder Halló! Er einhver þarna? segir frá geimverunni Mika sem hneigir sig fyrir öllum spurningum. Mika segir við vin sinn Jóakim sem býr á jörðinni: Heima hjá mér hneigjum við okkur alltaf þegar einhver spyr skemmtilegra spurninga… Og því merkilegri sem spurningin er þeim mun dýpra hneigjum við okkur… Maður hneigir sig …

View page »