Fyrirlestur Mikaels Karlssonar 1. mars: Siðasúpan

Siðasúpan: skilaboð til þeirra sem sitja í súpunni

Fyrirlestur Mikaels M. Karlssonar, prófessors, á vegum Siðfræðistofnunar og Heimspekistofnunar föstudaginn 1. mars 2013 kl. 15 í Lögbergi 103

Mikael KarlssonSiðfræði er greinandi heimspekileg umfjöllun um siðferði. En hvað er siðferði? Um það er engin ein viðtekin skoðun heldur ýmsar ólíkar skoðanir, margar þeirra vanhugsaðar eða byggðar á misskilningi að því er virðist. Einnig eru nokkrar ólíkar siðfræðikenningar eða tegundir kenninga sem greina og lýsa siðferði—rótum og kröfum þess—með ólíkum hætti. Continue reading Fyrirlestur Mikaels Karlssonar 1. mars: Siðasúpan