Ný stjórn félagsins

Félag heimspekikennara_webAðalfundur Félags heimspekikennara var haldinn í Garðabæ laugardaginn 8. október. Átta félagar mættu á fundinn. Jón Thoroddsen, heimspekikennari í Laugalækjarskóla, sagði stuttlega frá nýútkominni bók og ný stjórn bauð sig fram. Í henni sitja Brynhildur Sigurðardóttir (formaður), Ragnheiður Eiríksdóttir (gjaldkeri) og Jón Thoroddsen (ritari). Fráfarandi stjórn gerði grein fyrir verkum sínum og Arnar Elísson og Skúli Pálsson fá þakkir fyrir sín störf fyrir félagið. Reikningar voru ekki lagðir fram vegna tæknilegra erfiðleika en verða sendir félagsmönnum í tölvupósti til samþykktar eins fljótt og auðið er.

Ný stjórn sér fram á nokkur verkefni á komandi starfsári:
1. Halda málþing um nýtt kennsluefni í heimspekikennslu á hausti
2. Halda norræna ráðstefnu um hagnýta heimspeki að vori
3. Lobbíera vegna skertra möguleika á styrkjum
4. Vinna að því að gera félagið virkara og sýnilegra en undanfarið.