Til hvers heimspeki? Aftanspjall…

philosophyshirt2-300x300Aftanspjall Félags áhugamanna um heimspeki  verður haldið þann 22. október. Samræðan hefst klukkan 19:30 og mun fara fram á veitinga- og skemmtistaðnum Bast, Hverfisgötu 20 (á móti Þjóðleikhúsinu).

Frummælendur verða Börkur Gunnarsson, Salvör Nordal og Brynhildur Sigurðardóttir sem munu leitast við að svara spurningu kvöldsins: Til hvers heimspeki? Öll eru þau heimspekimenntuð en hafa valið sér ólíkan starfsvettvang og fáum við þau til að deila með áheyrendum hvernig heimspekinámið hefur nýst þeim í þeirra störfum. Hvert telja þau hlutverk heimspekinnar vera eða geta orðið fyrir utan hið fræðilega svið.

Jakob Guðmundur Rúnarsson, doktorsnemi í heimspeki, stýrir fundinum .

 

Myndin með þessari frétt er fengin á vefnum: http://www.slt.org.uk/philosophy-forum/