Hvar er kennd heimspeki?

Í undirköflum þessarar síðu teljum við upp þá skóla og aðila sem við vitum að bjóða börnum og ungu fólki heimspekinám. Ef þú ert að kenna heimspeki í skóla sem við teljum ekki upp hér á Heimspekitorginu þá viljum við gjarnan frétta af því og gera bragarbót – hafið samband hér.

Á árinu 2012 er kennd heimspeki í skólum á öllum aldursstigum en við höfum ekki frétt af sérstökum námskeiðum sem börn eða unglingar geta sótt utan skóla. Hópur ungra heimspekinga hefur mikinn áhuga á að endurvekja gamla heimspekiskólann og það verður spennandi að sjá hvað þeir búa til.

Háskóli Unga fólksins sem starfræktur er í júní ár hvert hefur boðið upp á heimspekinámskeið af ýmsu tagi. Sumarið 2012 verða að minnsta kosti tvö heimspekinámskeið í Háskóla unga fólksins. Kennarar verða Kristian Guttesen og Ylfa Jóhannesdóttir.