Hvað er heimspekikennsla? – Glósur úr fyrirlestri Páls Skúlasonar í Félagi heimspekikennara 30. janúar 2013

Heimspekikennarar á yngri skólastigum velta oft fyrir sér sömu spurningunum: Hvernig er hægt að virkja nemendur? Hvernig er hægt að koma í gang heimspekilegri umræðu í skólastofunni? Er ástæða til að kenna um sögu heimspekinnar, löngu dauða kalla, í grunnskóla og framhaldsskóla? Hvernig á að meta árangur af heimspekikennslunni, hvenær hefur hún heppnast vel og hvenær ekki? Allar spurningarna mætti draga saman í eina: Hvað er eiginlega heimspekikennsla?

Continue reading Hvað er heimspekikennsla? – Glósur úr fyrirlestri Páls Skúlasonar í Félagi heimspekikennara 30. janúar 2013

Fræðslufundur með Páli Skúlasyni

Á vorönn 2013 hrindir Félag heimspekikennara af stað fræðslufundaröð. Á hverjum fundi er gestafyrirlesari fenginn til að ræða tiltekið málefni eða spurningu.

Fyrsti fundurinn verður haldinn í Verzlunarskóla Íslands 30. janúar, kl. 20, en þá hittir Páll Skúlason félagsmenn til að ræða spurninguna „Hvað er heimspekikennsla?“

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Sjá einnig Facebook síðu viðburðarins:
http://www.facebook.com/events/154949081321013/

Fréttabréf janúar mánaðar

Fréttabréf janúar mánaðar er komið út. Fréttabréfið hefur tekið á sig nýtt útlit en er byggt upp á sama hátt og áður. Meðal efnis er auglýsing um fræðslufund félagsins, viðtöl við framhaldsskólakennara og verkefni ætluð til kennslu í framhaldsskólum, fréttir af degi heimspekinnar og ábendingar um ýmislegt fleira sem tengist heimspekikennslu.

Samræða í Garðaskóla: Fegurð og list

Í vetur kennir Ingimar Waage heimspekival í Garðaskóla. Í hópnum eru nemendur úr 9. og 10. bekk sem hittast tvisvar í viku og glíma við ýmiss konar heimspekilegar spurningar. Viðfangsefni þeirra þessa viku eru list og fegurð. Verkefnið hófst á því að Ingimar sýndi nemendum fimm listaverk: Fountain eftir Duchamp, No. 1 eftir Pollock, Stúlka með perlueyrnalokka eftir Vermeer, Svín í formalíni eftir Hirst og Dauði Hyacinth eftir Broc.

    

Continue reading Samræða í Garðaskóla: Fegurð og list

Heimspekileg æfing 22. nóvember

ATHUGIÐ! Breyttur tími á næstu heimspekilegu æfingu:

Fimmtudaginn 22. nóvember 2012 kl. 20.00 verður heimspekileg æfing í stofu 301 í Gimli, Háskóla Íslands. Kristian Guttesen og Ylfa Björg Jóhannesdóttir munu kynna verkefni sem þau settu saman fyrir nemendur í Háskóla unga fólksins. Verkefnið heitir Borðspilagerð: Heimspeki og sókratísk samræða.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Leshefti um grunnþætti menntunar

Námsgagnastofnun hefur gefið út þrjú leshefti sem skýra grunnþætti menntunar í nýrri Aðalnámskrá. Hvert hefti fjallar um einn grunnþátt og er hugsað sem ítar- og skýringarefni við almenna hluta Aðalnámskrár sem gefin var út 2011. Þau leshefti sem nú eru komin út fjalla um læsi, sköpun og lýðræði og mannréttindi. Þrjú hefti til viðbótar koma út eftir áramót og munu þau fjalla um sjálfbærni, jafnrétti og velferð/heilsu.

Koma grunnþættirnir heimspekinni við? Hvernig getur heimspekileg samræða í skólum stuðlað að auknu lýðræði, meiri sköpun og bættu læsi? Continue reading Leshefti um grunnþætti menntunar

Vel heppnað málþing

Laugardaginn 13. október hélt Félag heimspekikennara í samstarfi við verkefnið Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum málþingið Hver er heimspekin í barnaheimspekinni? Málþingið sóttu um 60 manns, heimspekingar og kennarar af öllum skólastigum. Þór Saari opnaði þingið og sagði frá þingsályktunartillögu sem hann lagði nýlega fyrir Alþingi ásamt fleiri þingmönnum um heimspeki sem skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum. Á málþinginu voru flutt 9 erindi þar sem fjallað var um heimspekikennslu á fræðilegan hátt auk þess sem skemmtileg reynsludæmi voru lögð fram. Hreinn Pálsson skólastjóri Heimspekiskólans frumsýndi nokkur myndbönd þar sem Matthew Lipman svarar spurningum um grundvallaratriði í barnaheimspeki. Viðtölin við Lipman voru tekin upp sumarið 1992 þegar Lipman heimsótti Ísland ásamt Ann Margaret Sharp og fleiri frumkvöðlum barnaheimspekinnar. Continue reading Vel heppnað málþing

Nýtt veftímarit: If then?

Á vefsvæðinu p4c.com er ýmiss konar efni tengt heimspeki með börnum. Hægt er að kaupa aðgang að kennsluefni og fleiri gögnum sem heimspekingar og kennarar leggja til síðunnar. Þar að auki er hluti síðunnar opinn öllum, t.d. tímaritið If then? þar sem birtar eru mikilvægar greinar úr sögu barnaheimspekinnar. Hvert tölublað If then? er helga ákveðnu þema, t.d. er fyrsta tölublaðið helgað heimspekilega samræðufélaginu (community of inquiry).