Nýárskveðja

Stjórn Félagsheimspekikennara óskar félagsmönnum og samstarfsaðilum farsældar á nýju ári. Margt spennandi er á döfinni og hlökkum við til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar á árinu.

Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf, sem Félag heimspekikennara er aðili að, halda níundu ráðstefnu sína, í Helsinki dagana 3.-5. maí 2019. Ráðstefnan verður auglýst nánar á Fb síðu samtakanna og munum við líka segja frá henni í væntanlegu fréttabréfi þegar nær dregur.

Fyrsti viðburður ársins verður fræðsluerindi Guðrúnar Hólmgeirsdóttur sem kynnir kennslubækur sínar í heimspeki. Greint er frá viðburðinum í nýjasta fréttabréfi Félags heimspekikennara (nr. 18, janúar 2019). Hér má svo lesa viðtal við Guðrúnu sem birtist á Heimspekitorginu sumarið 2013.

Gleðilegt árið!


Mynd: Rammi úr myndinni Ghostwalk e. Gunnhildi Unu Jónsdóttur