Heimspekileg æfing 22. nóvember

ATHUGIÐ! Breyttur tími á næstu heimspekilegu æfingu:

Fimmtudaginn 22. nóvember 2012 kl. 20.00 verður heimspekileg æfing í stofu 301 í Gimli, Háskóla Íslands. Kristian Guttesen og Ylfa Björg Jóhannesdóttir munu kynna verkefni sem þau settu saman fyrir nemendur í Háskóla unga fólksins. Verkefnið heitir Borðspilagerð: Heimspeki og sókratísk samræða.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Örnámskeið í siðfræði

Laugardaginn 27. október n.k. verður annað örnámskeiðið á vegum Siðmenntar og Sísyfosar heimspekismiðju haldið. Að þessu sinni verður athyglinni beint að siðfræðinni sem er ein af greinum heimspekinnar. Þátttakendur fá að takast á við ýmis siðferðileg álitamál og kynnast lítillega nokkrum algengustu siðfræðikenningunum. Continue reading Örnámskeið í siðfræði

Siðfræði – námskeið hjá EHÍ

Hefur þú velt fyrir þér spurningum og álitamálum af siðferðilegum toga? Langar þig til að geta myndað þér hlutlæga og gagnrýna skoðun á slíkum málum? Á námskeiðinu Siðfræði: að greina, gagnrýna og bæta siðferði hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands verða markmið og möguleikar siðfræðinnar kynnt á aðgengilegan hátt. Continue reading Siðfræði — námskeið hjá EHÍ

Námskeið fyrir kennara

Laugardaginn 22. september hefst námskeiðið Heimspeki í skólastarfi. Kennarar eru Hreinn Pálsson og Brynhildur Sigurðardóttir. Námskeiðið hefst með heils dags dagskrá þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í barnaheimspeki og samræðuþjálfun. Í kjölfar þessa námskeiðsdags verða síðan mánarlegir fundir þar sem haldnar verða samræðuæfingar. Námskeiðið er ætlað starfandi kennurum og uppbyggt þannig að þátttakendur fái sem mesta þjálfun í samræðu og samræðustjórnun. Námskeiðið kostar 15.000 krónur og skráning fer fram á heimasíðu Klifsins, skapandi fræðsluseturs.

Heimspeki fyrir börn í sumar

Börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta sótt heimspekinámskeið af ýmsu tagi þetta sumar. Í júní var heimspeki kennd á tveimur námskeiðum í Háskóla unga fólksins en þar voru kennarar þau Ylfa Jóhannesdóttir og Kristian Guttesen. Í þessari viku hófust námskeið fyrir 5-13 ára börn sem Sigurlaug Hreinsdóttir kennir. Nánari upplýsingar um námskeið Sigurlaugar má nálgast hér og í viðtali við Fréttablaðið segir hún frá markmiðum námskeiðanna.