Heimspekikaffihús

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Ég hafði heyrt af heimspekikaffihúsi öðru hvoru og hugsað um að mæta en lét ekki af því verða fyrr en á menningarnótt í ágúst 2011. Ég mætti með vinkonu minni í Iðnó upp á efri hæð. Við settumst við hvítdúkað langborð og drukkum kaffi úr hvítum kaffibollum. Fljótlega fylltist borðið af fólki, það lagði orð í belg og velti fyrir sér spurningunni: „Hvað er menning?“ Það labbaði inn og út eftir þörfum og gat blandað sér í samræðurnar að vild. Þeir félagar Skúli Pálsson og Hreinn Pálsson heimspekingar, stýrðu umræðunum eða þeir stýrðu þeim eiginlega ekki, þeir hvöttu fólk til að tala og sýndu viðurkennandi viðmót ef maður lagði orð í belg og spurðu spurninga til að halda umræðunni lifandi. Drífa Thorstensen heimspekingur stóð að þessum gjörningi líka, hún hafði útvegað húsnæði í Iðnó. Hún var að vinna þar og þjónustaði fólk af mikilli natni með kaffi og bjór og þess háttar. Þetta var hátíðleg stund. Continue reading Heimspekikaffihús

Fundur áhugafólks um eflingu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslensku skólakerfi

Þriðjudaginn 30. júlí, kl. 20-22 í Hotel Reykjavik Centrum, Forsetasal, er boðað til fundar með þeim sem hafa áhuga á því að kennsla í heimspeki og siðfræði verði aukin til muna í íslensku skólakerfi. Allt áhugafólk um þessi mál er hvatt til að koma á fundinn til stuðnings þessu málefni.

Á þessum fyrsta fundi verður rætt hvernig best verður staðið að því að hrinda í framkvæmd þessu mikilvæga sameiginlega markmiði.

Fundarstjóri verður stjórnarmaður í stjórn Félags heimspekikennara, Sævar Finnbogason.

Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Hildigunnur SverrisdóttirNæstkomandi sunnudag verður Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, með ókeypis, sjálfstætt framhaldsnámskeið á vegum Félags heimspekikennara. Í maí síðastliðnum hélt hún vel heppnað námskeið á aðalfundi Félags heimspekikennara undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“

Þátttakendur óskuðu eftir framhaldi þar sem möguleiki væri á að rýna frekar í efnið. Hildigunnur lumar einnig á viðbótarefni sem þátttakendur á framhaldsnámskeiðinu fá að njóta, og verður nægur tími fyrir umræður um efnið. Allir eru velkomnir.

Hægt er að senda tölvupóst á sigurlh@simnet.is og biðja um að fá sent lesefni um efnið, ef áhugi er fyrir hendi. Continue reading Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Grein um heimspekikennslu í tímaritinu Uppeldi og menntun

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Kristian Guttesen

Mig langar að benda á vekjandi grein eftir Kristian Guttesen, formann Félags heimspekikennara, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun, 22. árgangur, 1. hefti 2013, og var að koma út rétt í þessu. Greinin heitir „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þar bendir hann bæði á efni sem hægt er að nýta til heimspekikennslu sem og stúderar aðferðir til þess að gera kennsluna lifandi gagnvart nemendum.

Kristian tekur fyrir þrjár kennslubækur í heimspekikennslu sem hægt er að nýta á mismunandi hátt í kennslu. Hann ber saman ólík efnistök bókanna og bendir á hvernig þær nýtast í kennslu; hversu lifandi efni þeirra er gagnvart nemendum eða dautt; og hvernig væri hægt að lífga það við í augum nemenda. Til þess notar hann starfskenningu sína sem er töluvert nemendamiðuð. Continue reading Grein um heimspekikennslu í tímaritinu Uppeldi og menntun

Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Grunnþættir menntunarÉg hef nýlokið við að sitja námskeiðið „Gagnrýnin hugsun og grunþættir menntunar“ í Endurmenntun HÍ á vegum Félags heimspekikennara, dagana 31. maí – 3. júní, og langar að deila reynslu minni með lesendum Heimspekitorgs.

Þetta námskeið var skipulagt af formanni félagsins, Kristian Guttesen, á alveg listilegan hátt en hann var umsjónarmaður þess. Bæði heildarmyndin og bútarnir sem hún var samansett úr komu mér þægilega á óvart. Ég fylgdist með skipulaginu úr fjarlægð og verð að segja að ég er full aðdáunar.

Þarna voru samankomnir sex sérfræðingar innan okkar raða sem voru hver öðrum flinkari við að kveikja áhuga þátttakenda og vekja þá til umhugsunar. Hver einasti tími fangaði áhuga minn og athygli. Þá bar samfellan á milli framlags sérfræðinganna vott um bæði óeigingirni og umhyggju þeirra fyrir bæði heildarmyndinni og kollegum sínum. Allir virtust svo vel meðvitaðir um staðsetningu sína innan heildarmyndarinnar.

Continue reading Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Eyja Margrét BrynjarsdóttirEyja Margrét Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Eddu – öndvegissetri, verður í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í fyrramálið, föstudag, klukkan rúmlega 8:15. Þar ræðir hún um viðfangsefnið „gagnrýna hugsun“ en í gær, miðvikudag, flutti hún fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennara í Verzlunarskóla Íslands um efnið.
Continue reading Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Hvernig er best að innleiða nýja grunnþætti menntunar?

Elsa Björg MagnúsdóttirÁ málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Elsu Björgu Magnúsdóttur siðfræðing og kennara um hvernig best er að innleiða nýja grunnþætti menntunar.

Á málþinginu flutti Elsa Björg erindi undir yfirskriftinni „Raunverulegt gildismat“ en þar talaði hún m.a. út frá gestsauga kennaranemans og fjallaði um sýn sína á innleiðingu grunnþátta menntunar. Í viðtalinu veltir hún því meðal annars upp hvort ómælanleiki grunnþátta geti verið hindrun, hvort það sé verið að gera of miklar kröfur til kennara og hvort þá skorti stuðning. Continue reading Hvernig er best að innleiða nýja grunnþætti menntunar?

Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?

Ingimar Ólafsson Waage

Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Ingimar Ólafsson Waage myndlistarkennara um mastersverkefni sitt, „Hver eru viðhorf grunnskólakennara til lýðræðis í skólastarfi?

Í rannsókn Ingimars kom í ljós að skilningur margra kennara á lýðræði lítur út fyrir að vera nokkuð yfirborðslegur og kennarar forðast að tala við nemendur um mikilvæg mál eins og stjórnmál og trúmál. Orsökin virðist vera ótti kennara við innrætingu.

Continue reading Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?

Samhljómur lýðræðisins

Erindi á málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Nafnið „Samhljómur lýðræðisins“ hljómar kannski barnslega því lýðræði einkennist ekki af samhljómi. Það er fullt af átökum, þar fá mótsagnir að birtast og skoðanir á öndverðum meiði að talast við. Í lýðræði verða átökin spennandi og gefa færi á nýrri sköpun. En hver er þá samhljómurinn? Ég ætla að leitast við að gera grein fyrir samhljóminum í lýðræðinu sem tengir okkur saman í margbreytileikanum á svo fjölbreyttan hátt.

Ég vil byrja á að gera stutta grein fyrir þeim skilningi sem ég hef á þeim tveimur grunnþáttum (en þremur hugtökum) sem felast í yfirskrift málþingsins.

Continue reading Samhljómur lýðræðisins

Menntun

Í M-Paed ritgerð minni, Menntun eða afmenntun? frá árinu 2010, velti ég vöngum yfir því hvort það séu sjálfsögð sannindi að innan grunnskólanna fari fram menntun. Ritgerðin er skrifuð með foreldra í huga út frá sjónarhorni nemenda sem hafa ekki þrifist nægilega vel innan grunnskólans.
        Í byrjun velti ég upp merkingu hugtaksins menntun. Heimspekingurinn Guðmundur Finnbogason kom fram með þá kenningu að í menntun fælist sú hugmynd að verða „meira maður“, ekki „meiri“ maður í merkingunni að verða meiri en aðrir menn heldur að verða meira maður sjálfur, mennskari. Páll Skúlason heimspekingur segir að það verði að gera greinarmun á hugtökunum „fræðslu“ og „menntun“. Hann telur að hugtökunum sé gjarnan slegið saman. Afleiðingin er að menntakerfið sinnir aðallega fræðslu án menntunar og það leiðir til skortstilfinningar sem getur af sér hégóma og græðgi. Menntun fullnægir hins vegar nemendum. Continue reading Menntun