UA-33608878-1

Kristian Guttesen

Author's details

Name: Kristian Guttesen
Date registered: 05/07/2012

Latest posts

  1. Norræn ráðstefna um praktíska heimspeki, 9.-10. júní 2017 — 29/05/2017
  2. Námskeið: Innleiðing heimspekilegrar samræðu í daglega kennslu — 10/05/2017
  3. Geðshræringar, skapgerð, sjálf og frelsi: Ráðstefna um heimspekileg viðfangsefni Kristjáns Kristjánssonar, 29. apríl — 20/04/2017
  4. Kvenheimspekingakaffi: Onora O’Neill – 27. mars, kl. 15 í Árnagarði 301 — 25/03/2014
  5. Málstofur um heimspeki á Hugvísindaþingi — 11/03/2014

Author's posts listings

Jan 29

Kvenheimspekingakaffi heldur áfram á vormisseri 2014

Kvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á vormisseri og verða sex erindi í febrúar, mars og apríl. Ólafur Páll Jónsson heldur fyrsta erindið um Jane Roland Martin. Verið velkomin í Árnagarði 301, kl. 15 á fimmtudaginn, 6. febrúar. Sjá dagskrá vormisseris hér að neðan.


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/kvenheimspekingakaffi-heldur-afram-a-vormisseri-2014/

Dec 06

Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu

Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/um-lifandi-og-dauda-thekkingu-kenning-um-heimspekikennslu/

Dec 06

Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans

Mánudaginn 9. desember, kl. 20 í Hannesarholti, Grundarstíg 10 Ykkur er boðið til samtals um heimspeki á vegum Hannesarholts, Félags áhugamanna um heimspeki og Háskólaútgáfunnar í tengslum við útgáfu bókar Sigríðar Þorgeirsdóttur prófessors; Dagbók 2014: Árið með heimspekingum. Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans Svo virðist sem hugðarefni margra kvenheimspekinga …

Continue reading »


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/hugsudu-thaer-odruvisi-konur-i-heimspeki-fra-fornold-til-samtimans/

Dec 03

Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum

Útgáfufagnaður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17. Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum eftir Sigríði Þorgeirsdóttur prófessor er í senn dagbók/dagatal fyrir árið 2014 og saga margra helstu kvenheimspekinga allt frá fornöld til samtímans. Bókin er hugsuð sem dagbók á skrifborði eða ferðafélagi í tösku. Fyrir hverja viku dregur …

Continue reading »


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/dagbok-2014-arid-med-heimspekingum/

Nov 21

Alþjóðadagur heimspekinnar

Í dag, 21. nóvember, er alþjóðadagur heimspekinnar. Af því tilefni hefur Gunnar Harðarson birt hugleiðingu á Heimspekivefunum um gildi heimspekinnar og heimspekilegrar samræðu, sem hann setur í samhengi við hugsun Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi. Grein Gunnars: „21. nóvember: Alþjóðadagur heimspekinnar“


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/althjodadagur-heimspekinnar/

Nov 18

„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Nýverið birtust á Heimspekivefnum nokkrar greinar sem birtust í tímaritunum Skírni og Fjallkonunni á árunum 1876-1885 og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um réttindi og félagslega stöðu kvenna. Ein þeirra er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, en þar leggur hún að jöfnu menntun sem jafnréttismál og framfarir á Íslandi. …

Continue reading »


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/nokkur-ord-um-menntun-og-rjettindi-kvenna/

Nov 07

Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Miðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur …

Continue reading »


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/fraedslufundur-og-malthing-um-tengsl-heimspeki-og-grunnthattanna-laesis-og-skopunar/

Sep 09

Kvenheimspekingakaffið heldur áfram

Kvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á haustmisseri og verður annan hvern fimmtudag. Eiríkur Smári Sigurðsson heldur fyrsta erindið um „Gyðju Parmenídesar“. Verið velkomin í Lögberg 103, kl. 15 á fimmtudaginn, 12. september. Sjá dagskrá haustmisseris í viðhengi. Gyðja Parmenídesar Parmenídes, mesti skynsemishyggjumaður forvera heimspekinnar, setur kenningar sínar í munn gyðju sem hann hittir í handanheimum. Hún …

Continue reading »


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/kvenheimspekingakaffid-heldur-afram/

Sep 05

Heimspekispjall í Hannesarholti, mánudagskvöldið 9. september klukkan 20:00

Siðfræðikennsla Í þessu fyrsta heimspekispjalli vetrarins í Hannesarholti munu Salvör Nordal og Henry Alexander Henrysson fást við spurningar um möguleika og mikilvægi siðfræðikennslu. Salvör fjallar um kennslu í hagnýttri siðfræði þar sem umdeild og viðkvæm siðferðileg álitamál eru til umræðu. Í erindi sínu skoðar Henry mismunandi birtingarmyndir siðfræðikennslu, til dæmis á ólíkum skólastigum, og spyr …

Continue reading »


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/heimspekispjall-i-hannesarholti-manudagskvoldid-9-september-klukkan-2000/

May 29

Fréttir af aðalfundi

Laugardaginn 25. maí sl. var aðalfundur Félags heimspekikennara haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Morgunninn hófst með að Hildigunnur Sverrisdóttir hélt námskeið fyrir félagsmenn undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“ Hildigunnur er aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr. Hún kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu …

Continue reading »


Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/frettir-af-adalfundi/

Older posts «

» Newer posts